MELTINGARVEGURINN OG SJÁLFSÓNÆMISSJÚKDÓMAR

screenshot-2016-10-10-12-47-20

Konur eru líklegri til að greinast með sjálfsónæmissjúkdóm (75% þeirra sem greinast). Sjálfsónæmi er ein af tíu algengustu ástæðum fyrir andláti kvenna og barna.

SJÁLFSÓNÆMI og umhverfisþættir
Sjálfsónæmi fer ört vaxandi og eru þekktir yfir 80 sjálfsónæmissjúkdómar. Ekki er vitað með vissu hvað veldur sjálfsónæmi. Ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir og mataræði eiga hlut að máli samkvæmt rannsóknum (1).

Liðagigt, Crohn´s, MS og sykursýki I eru dæmi um sjálfsónæmissjúkdóma. Nýgengi/tíðni þessara sjúkdóma fer vaxandi og hefur National Institute of Health (NIH) áætlað að um 23.5 miljónir Ameríkana þjáist af sjálfsónæmissjúkdómum (1,2). American Autoimmune Related Diseases Association (AARDA) áætlar um 50 miljónir manna séu haldnir sjálfsónæmi af einhverju tagi (3).

Lesa meira ›

EKKI MISSA AF ÞESSU!

Screenshot 2016-09-05 20.54.47

„Styrking á líðan kvenna í barneignarferlinu” er yfirskrift ráðstefnu sem verður haldi á Hótel Sögu 16. og 17. sept. þar sem sjónum verður beint að andlegri velferð kvenna í tengslum við barneignir. Meðal frammælenda báða dagana er Kathleen Kendall-Tackett sem er einn fremsti núverandi fræðimaður á sviði rannsókna á fæðingarþunglyndi og áföllum tengdum fæðingu. Auk hennar er einvala lið innlendra fyrirlesara. Dagskrá ráðstefnunnar á erindi til allra sem koma á einhvern hátt að umönnun kvenna í fæðingarferlinu hvort sem er um að ræða mæðravernd, sjúkrahúsumhverfið, heimaþjónusta, ungbarnaeftirlit eða geðteymi. Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni roundabouthealth.is

ÞARMAFLÓRAN – RÉTTIR MJÓLKURSÝRUGERLAR SKIPTA MÁLI!

Screenshot 2016-05-04 10.12.43

ÞARMAFLÓRAN
Eins og nafnið gefur til kynna þá er þarmaflóran staðsett í meltingarvegi/þörmum. Við erum með bakteríur og aðrar örverur sem lifa í munnholi og síðan fjölgar þeim því neðar sem við förum og eru þær flestar í ristlinum. Meltingarvegurinn er sá hluti líkamans sem kemst í snertingu við ytra umhverfi eins og húðin og lungun. Þarmaflóran verður því fyrir áhrifum frá umhverfinu (1).

Þrátt fyrir að hvert og eitt okkar sé með sína einstöku flóru þá þjónar hún sama tilgangi hjá okkur öllum. Þarmaflóran hefur bein áhrif á heilsufar okkar, andlega og líkamlega. Bakteríurnar hjálpa okkur að brjóta niður fæðið og melta það ásamt því að framleiða ákveðin vitamín og önnur efni sem eru okkur nauðsynleg. Heilbrigð þarmaflóra er forsenda heilbrigðrar starfssemi meltingarfæranna (2). Lesa meira ›

SKREF Í RÉTTA ÁTT

Picture1

Hópráðgjöf sem byggir upp andlega og líkamlega heilsu

Viltu gera breytingar á andlegri og líkamlegri líðan í hópráðgjöf með stuðningi og hvatningu? Við Jóhanna og Birna höfum menntunina, þekkinguna, reynsluna og áhugann á því að aðstoða þig við að öðlast meiri færni í að stýra líðan og heilsu þinni.
Hópráðgjöf er aðferð sem hefur verið mikið notuð á ýmsum fræðasviðum til þess að vinna með ákveðin vandamál. Hópurinn hefur sameiginlegt markmið sem í þessu tilviki er að gera breytingar á andlegri og líkamlegri líðan. Rannsóknir hafa sýnt fram á áhrifamátt hópráðgjafar þar sem fólk sér að það er ekki eitt með sín vandamál, það fær nýja sýn á hlutina, finnur stuðning hvert frá öðru, getur speglað sig í öðrum, fær endurgjöf og tækifæri til þess að gera breytingar með stuðningi. Auk sameiginlegs markmiðs hópsins setur hver og einn sér markmið í hverjum tíma en þannig verður ráðgjöfin einnig persónuleg.
Lífið er eins og náttúran, það blæs, það hvessir, það lygnir og sólin skín. Drögum við okkur í hlé þegar illa viðrar eða klæðum við okkur eftir veðri og njótum? Á hverjum tíma höfum við val um það hvernig við tökumst á við hlutina. Erum við að nýta það val eða erum við að bregðast við út frá gömlum munstrum sem vinna gegn okkur? Hvað er að hefta okkur í að gera þær breytingar í lífinu sem koma til með að auka lífsgæði og hamingju okkar? Með auknum sjálfskilningi getum við breytt viðhorfum okkar og viðbrögðum og þar með haft áhrif á andlega og líkamlega líðan.

Lesa meira ›

ÞARMAFLÓRAN – SÝKLALYF EÐA GÓÐIR GERLAR?

Screen Shot 2015-11-25 at 00.02.08

 

Sýkingar og smitsjúkdómar eru ört vaxandi vandamál sem varðar okkur öll.  Sýklalyf eru gjarnan notuð til að vinna bug á sýkingum.  Sýklalyfjaónæmi fer ört vaxandi og er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál samtímans.  Embætti forseta Bandaríkjanna hefur gripið til aðgerða og fyrr á þessu ári kom út skýrsla sem fjallar um alþjóðlega aðgerðaáætlun til að bregðast við ástandinu (1).

SÝKINGAR og smitsjúkdómar

Um heim allan látast miljónir manna á hverju ári af völdum sýkinga og smitsjúkdóma.  Börn fá að meðaltali sex til átta vírussýkingar í öndunarfæri árlega (2).  Sýkingar í öndunarfærum eru ein algengasta ástæða fyrir heimsókn til læknis og um 75% af notkun sýklalyfja er vegna öndunarfærasýkinga (3,4).  Niðurgangur af völdum garna- og iðrasýkinga er næst algengasta dánarorsök barna undir fimm ára aldri og dregur um 760,000 börn árlega til dauða (5). Lesa meira ›

ÞARMAFLÓRAN – ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

Screenshot 2015-11-17 11.09.37

Birna fjallar um þarmaflóruna og hlutverk hennar með tilliti til andlegrar og líkalegrar heilsu. Rannsóknir sýna fram á að heilbrigðar bakteríur í meltingarveginum bæta og eflir heilsu okkar á margvíslegan hátt. Röskun á þessum bakteríum hefur oft á tíðum slæmar afleiðingar á heilsufar, jafnvel síðar á lífsleiðinni. Farið verður yfir hvað getur raskað þessum mikilvægu bakteríum en einnig hvað styrkir og eflir þær, fyrir börn og fullorðna.

Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu í Næringarlæknisfræði (Nutritional Medicine) frá University of Surrey í Bretlandi. Birna er einnig í meistaranámi við Oxfordháskóla í Gagnreyndum Heilbrigðisvísindum (Evidence-based Medicine). Síðastliðina tvo áratugi hefur Birna unnið við einstaklingsráðgjöf hérlendis og erlendis ásamt því að veita reglulega fræðslu.

Námskeið: Þarmaflóran – Það sem þú þarft að vita
Verð:
Staðsetning: Lifandi Markaður
Tímasetning: Næasta námskeið er fyrirhugað í febrúar, auglýst síðar
Skráning: [email protected]

ÞARMAFLÓRAN – HEFUR HÚN ÁHRIF Á SVEFN?

Screenshot 2015-10-20 14.31.39

Það þjást að meðaltali um 30% einstaklinga af svefnleysi einhvern hluta ævinnar. Svefn er mikilvægur þáttur í að viðhalda góðri heilsu.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að svefn og þarmaflóra hafa veruleg áhrif hvort á annað.

TAUGAKERFIÐ – meltingarvegurinn og þarmaflóran

Maðurinn á í samhagsmunalegu (symbiotic) sambandi við þær örverur sem búa í meltingarvegi hans.  Það er alltaf að koma betur í ljós hversu miklu þessar örverur ráða þegar kemur að heila- og taugastarfssemi og almennri líðan (1, 2, 3).

Stanslaus samskipti eiga sér stað milli heila og garna og spilar þarmaflóran þar stórt hlutverk (gut-brain-microbitoa-axis). Taugakerfið og örveruflóra þarma vinna saman flókin störf (4).  Röskun á þessari örveruflóru eykur líkur á langvinnum sjúkdómum og hefur áhrif á svefn og svefngæði. Lesa meira ›

ÞARMAFLÓRAN – HEFUR GLÚTEN EITTHVAÐ AÐ SEGJA?

Screenshot 2015-10-13 10.00.27

Þarmaflóran er samsett úr yfir 1000 tegundum örvera sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að heilsu mannsins.  Þessar ríflega eitt þúsund tegundir örvera vega um eitt og hálft til tvö kíló í meðal manni og hefur fæðið okkar áhrif á hvernig þær þrífast og dafna.

GLÚTEN – ofnæmi og óþol
Glúten er samheiti fyrir prótín sem finnast í hveiti, byggi, rúg og mögulega höfrum (tengist framleiðsluferli hafra). Áætlað er að um 1% vesturlandabúa þjáist af glútenofnæmi.  Algengt er að glútenofnæmi sé vangreint eða greint of seint, allt að 6-11 árum eftir að einkenni byrja að eiga sér stað.  Einkenni geta verið margvísleg en uppþemba, niðurgangur og ýmis óþægindi út frá meltingarvegi eru algengust sem síðar leiða til næringarskorts, ef ekkert er að gert.  Einkenni geta líka verið óbein eða ekki út frá meltingarvegi, eins og t.d. húðvandamál (1).

Lesa meira ›

ÞARMAFLÓRAN – HEFUR SYKUR EITTHVAÐ AÐ SEGJA?

Screen Shot 2015-09-09 at 19.29.00

Sú fæða sem við veljum okkur daglega hefur áhrif á örverur sem lifa í meltingarvegi okkar. Þessar örverur nærast og dafna á því fæði sem við látum ofan í okkur og val okkar á fæði ræður því hvaða örverur dafna best.

SYKUR er unnin fæða
Með aukinni tækni í næringarvísindum, efnafræði ásamt vaxandi framleiðslugetu hafa framleiðsluaðferðir sykurs þróast frá því að vera einungis unninn úr sykurrófum eða sykurreyr yfir í ódýrari og lélegri afurðir eins og kornsýróp (high-fructose corn syrup-HFCS) og “hitaeiningasnauðan” gervisykur. Allur unninn eða viðbættur sykur skaffar auka orku og er í raun óþarfur í fæði okkar, þar sem þessar afurðir færa okkur engin nauðsynleg næringarefni. Lesa meira ›

ÞARMAFLÓRAN – STJÓRNAR HÚN LÍKAMSÞYNGD ?

Screenshot 2015-08-24 15.10.32

ÞARMAFLÓRAN skiptir máli

Í dag er vitað að örverur í meltingarvegi mannsins (þarmaflóran) hafa áhrif á líkamsstarfsemina á ýmsan hátt. Sem dæmi, þá ver þarmaflóran okkur gegn óæskilegum örverum (1) og hefur margskonar áhrif á heila- og taugakerfið, þar með talið geðheilsu (2).

ÞARMAFLÓRAN og ofþyngd

Rannsóknir á dýrum hafa leitt í ljós að ójafnvægi í þramaflóru getur stuðlað að ofþyngd (3, 4). Fjölgun á ákveðnum örverum, sem nefnast Firmicutes, hefur þau áhrif að mýs þyngjast hraðar en mýs sem hafa hærra hlutfall af öðrum örverum eins og Bacteroidetes (4). Firmicutes hafa þann eiginleika að ná meiri orku úr fæðunni en aðrar örverur og frásoga t.d. hærra hlutfall fitu en örverur eins og Bacteroidetes (5, 6). Lesa meira ›

ÞARMAFLÓRAN – GEÐLÆKNINGAR FRAMTÍÐARINNAR?

Screenshot 2015-08-17 13.56.33

FLEIRI bakteríur í þörmum en frumur í líkama
Rannsóknir sýna að líkami okkar samanstendur í raun af fleiri bakteríum en frumum. Þessar trilljónir baktería lifa flestar í meltingarveginum, langflestar í ristlinum. Þaðan hafa þær síðan magrvísleg áhrif á heilsu okkar (1).

LANGVINNIR sjúkdómar út frá meltingarveginum
Meltingarvegurinn hefur mun stærra hlutverki að gegna en að melta fæðu og frásoga næringu. Ónæmiskerfi okkar er að mestu staðsett í meltingarveginum og auk þess er bólguviðbrögðum m.a. stjórnað út frá meltingarvegi (2). Rannsakendur beina sjónum sínum í æ meira mæli til sambands meltingarvegar/þarmaflóru og langvinnra sjúkdóma s.s. sjálfsofnæmis og taugasjúkdóma. Einngi hefur verið sýnt fram á að breytingar á þarmaflóru móður á meðgöngu geta haft áhrif heila fósturs og þroska (3). Lesa meira ›

ÞARMAFLÓRAN – ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

Screenshot 2015-04-19 22.30.58

 

HVAÐ er þarmaflóra?

Þarmaflóran samanstendur af triljónum örvera sem lifa í meltingarvegi okkar og inniheldur a.m.k. 1000 ólíkar tegundir af þekktum bakteríum. Þessar bakteríur búa yfir ríflega 3 miljónum gena sem eru 150 sinnum fleiri en okkar eigin gen. Þarmaflóran vegur um 2 kg. í meðal einstaklingi og einn þriðji þessara baktería er svipaður í okkur öllum meðan tveir þriðju eru sérsniðnir að hverjum og einum. Það má því segja að þarmaflóran okkar sé einskonar persónuskilríki (1).

HVAR er þarmaflóran staðsett?
Eins og nafnið gefur til kinna þá er þarmaflóran staðsett í meltingarveginum. Við erum með bakteríur og aðrar örverur sem lifa í munnholi og síðan fjölgar þeim því neðar sem við förum, flestar eru þær í ristlinum. Meltingarvegurinn er sá hluti líkamans sem kemst í snertingu við ytra umhverfi (eins og húðin og lungun). Þarmaflóran verður því fyrir áhrifum frá umhverfinu (1). Lesa meira ›

ÞARMAFLÓRAN – ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

_JH02365-Edit-Edit

FYRIRLESTUR ÞANN 1, 7 og 22  OKTÓBER

Birna fjallar um þarmaflóruna og hlutverk hennar með tilliti til andlegrar og líkalegrar heilsu. Rannsóknir sýna fram á að heilbrigðar bakteríur í meltingarveginum bæta og eflir heilsu okkar á margvíslegan hátt. Röskun á þessum bakteríum hefur oft á tíðum slæmar afleiðingar á heilsufar, jafnvel síðar á lífsleiðinni. Farið verður yfir hvað getur raskað þessum mikilvægu bakteríum en einnig hvað styrkir og eflir þær, fyrir börn og fullorðna.

Lesa meira ›

HVAÐ ERU MARKTÆKAR RANNSÓKNIR?

Screen Shot 2015-05-21 at 22.46.25

Það er mikilvægt að kunna að lesa rannsóknir þegar verið er að taka ákvarðanir varðandi heilsu. Það er mikið birt af rannsóknum í fjölmiðlum sem oft á tíðum teljast ekki vandaðar og eiga því ekki að móta afstöðu okkar. En hvaða rannsóknum getum við tekið mark á?

Rannóknum er raðað í pýramída efitr því hversu traustar þær eru. Rannsóknir sem eru neðst í pýramídanum eru þær rannsóknir sem síst skyldi horfa til þar sem þær eru á frumstigi, en þær sem eru efst í pýramídanum eru þær Lesa meira ›

NÆRING OG GEÐHEILSA

Screen Shot 2015-05-17 at 23.10.21

Það er ánægjulegt að sjá niðurstöður þessarar íslensku forrannsóknar (pilot study) og verður enn meira spennandi að sjá niðurstöður úr stærri rannsóknum sem fyrirhugaðar eru samkvæmt greininni hér að ofan.

Erlendar rannsóknir sýna fram á tengingu mataræðis og hegðunar, sérstaklega þegar kemur að lífsnauðsynlegum fitusýrum(1), (2), ákveðnum vitamínum, steinefnum (3) og sykri (4), (5).  Lélegt mataræði í barnæsku getur leitt til andfélagslegrar hegðunar síðar á líflseiðinni (6).  Niðurstöður rannsóknar sem var gerð á 23 þúsund föngum eru sláandi, en það eru 10 sinnum meiri líkur á að fangi sé greindur með andfélagslega hegðun, þunglyndi og önnur  geðræn vandamál en hinn almenni borgari (7). Lesa meira ›

FYRIRLESTRAR UM HEILDRÆNA NÆRINGU HJÁ ENDURMENNTUN HÍ

Screenshot 2015-10-13 10.34.53

Þær Birna Ásbjörnsdóttir og Jóhanna Briem eru reglulega með fyrirlestra um heildræna næringu sem þær byggja meðal annars á rannsóknum í næringar- og læknisfræði, á jákvæðri sálfræði og streitu. Næsta námskeið er þann 9. nóvember 2015.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Tengsl milli andlegrar og líkamlegrar heilsu.
• Hvers vegna við borðum og hvað verður um næringuna.
• Hvernig fæða getur valdið bólgum í líkamanum og hvaða fæða getur dregið úr þeim.
• Hvernig bólgur geta valdið alvarlegum og langvinnum sjúkdómum.
• Hvernig þarmaflóran hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu.
• Hvað ræður hugsunum okkar.
• Áhrif jákvæðra og neikvæðra hugsana á líðan og heilsu.
• Skaðleg áhrif streitu.
• Gildi þess að hafa merkingu og tilgang með lífinu.
• Farið yfir þætti sem rannsóknir sýna að stuðla að andlegu og líkamlegu jafnvægi.

Lesa meira ›

HVER ER MUNURINN Á FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOLI?

Screen Shot 2015-05-11 at 23.38.58

 

Fæðuofnæmi fer ört vaxandi, sérstaklega á meðal barna.  Í skýrslu (1) frá The Center for Disease Control (2) er greint frá því að milli 1997 og 2007 hafi fæðuofnæmi aukist um 18% hjá börnum undir 18 ára aldri.  Þegar munurinn á fæðuofnæmi og fæðuóþoli (3) er skoðaður kemur í ljós að fæðuóþol er mun algengara og einnig erfiðara að greina.

Fæðuofnæmi má skilgreina sem viðbrögð ónæmiskerfis líkamans við sérstökum ónæmisvaka sem kemur úr fæðinu.   Lesa meira ›

GETA BAKTERÍUR Í MELTINGARVEGINUM LÆKNAÐ FÆÐUOFNÆMI?

Screenshot 2015-05-11 14.41.09

 

Tíðni fæðuofnæmis hefur aukist hratt undanfarin ár.  Astmi og ofnæmiskvef hefur hingað til verið algengasta vandamálið og hrjáir nú um 30-35% fólks einhvern hluta ævinnar.  Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að fæðuofnæmi, sér í lagi á meðal nýfæddra barna, fari ört vaxandi eða um 50% síðan 1997.  Fæðuofnæmi hrjáir  15 miljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal 1 af hverju 13 börnum.  Breytt mataræði og breyttur lífstíll núverandi kynslóða er talið eiga hlut að máli.   Lesa meira ›