REYKJAVÍK SÍÐDEGIS – VIÐTAL

Það er ánægjulegt að sjá niðurstöður þessarar íslensku forrannsóknar (pilot study) og verður enn meira spennandi að sjá niðurstöður úr stærri rannsóknum sem fyrirhugaðar eru samkvæmt greininni hér að ofan. Lesa meira ›
Þær Birna Ásbjörnsdóttir og Jóhanna Briem eru reglulega með fyrirlestra um heildræna næringu sem þær byggja meðal annars á rannsóknum í næringar- og læknisfræði, rx á jákvæðri sálfræði og streitu. Næsta námskeið er þann 9. nóvember 2015.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Tengsl milli andlegrar og líkamlegrar heilsu.
• Hvers vegna við borðum og hvað verður um næringuna.
• Hvernig fæða getur valdið bólgum í líkamanum og hvaða fæða getur dregið úr þeim.
• Hvernig bólgur geta valdið alvarlegum og langvinnum sjúkdómum.
• Hvernig þarmaflóran hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu.
• Hvað ræður hugsunum okkar.
• Áhrif jákvæðra og neikvæðra hugsana á líðan og heilsu.
• Skaðleg áhrif streitu.
• Gildi þess að hafa merkingu og tilgang með lífinu.
• Farið yfir þætti sem rannsóknir sýna að stuðla að andlegu og líkamlegu jafnvægi.
Fyrirlestur sem ég flutti á ráðstefnu á vegum Heilsufreslis, approved Nordica Hotel þann 4. maí 2014.
Fæðuofnæmi fer ört vaxandi, health sérstaklega á meðal barna. Í skýrslu (1) frá The Center for Disease Control (2) er greint frá því að milli 1997 og 2007 hafi fæðuofnæmi aukist um 18% hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar munurinn á fæðuofnæmi og fæðuóþoli (3) er skoðaður kemur í ljós að fæðuóþol er mun algengara og einnig erfiðara að greina. Fæðuofnæmi má skilgreina sem viðbrögð ónæmiskerfis líkamans við sérstökum ónæmisvaka sem kemur úr fæðinu. Lesa meira ›
Tíðni fæðuofnæmis hefur aukist hratt undanfarin ár. Astmi og ofnæmiskvef hefur hingað til verið algengasta vandamálið og hrjáir nú um 30-35% fólks einhvern hluta ævinnar. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að fæðuofnæmi, advice sér í lagi á meðal nýfæddra barna, fari ört vaxandi eða um 50% síðan 1997. Fæðuofnæmi hrjáir 15 miljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal 1 af hverju 13 börnum. Breytt mataræði og breyttur lífstíll núverandi kynslóða er talið eiga hlut að máli.