FYRIRLESTRAR UM HEILDRÆNA NÆRINGU HJÁ ENDURMENNTUN HÍ

Þær Birna Ásbjörnsdóttir og Jóhanna Briem eru reglulega með fyrirlestra um heildræna næringu sem þær byggja meðal annars á rannsóknum í næringar- og læknisfræði, rx á jákvæðri sálfræði og streitu. Næsta námskeið er þann 9. nóvember 2015.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Tengsl milli andlegrar og líkamlegrar heilsu.
• Hvers vegna við borðum og hvað verður um næringuna.
• Hvernig fæða getur valdið bólgum í líkamanum og hvaða fæða getur dregið úr þeim.
• Hvernig bólgur geta valdið alvarlegum og langvinnum sjúkdómum.
• Hvernig þarmaflóran hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu.
• Hvað ræður hugsunum okkar.
• Áhrif jákvæðra og neikvæðra hugsana á líðan og heilsu.
• Skaðleg áhrif streitu.
• Gildi þess að hafa merkingu og tilgang með lífinu.
• Farið yfir þætti sem rannsóknir sýna að stuðla að andlegu og líkamlegu jafnvægi.

Lesa meira ›

HVER ER MUNURINN Á FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOLI?

Fæðuofnæmi fer ört vaxandi, health sérstaklega á meðal barna.  Í skýrslu (1) frá The Center for Disease Control (2) er greint frá því að milli 1997 og 2007 hafi fæðuofnæmi aukist um 18% hjá börnum undir 18 ára aldri.  Þegar munurinn á fæðuofnæmi og fæðuóþoli (3) er skoðaður kemur í ljós að fæðuóþol er mun algengara og einnig erfiðara að greina.  Fæðuofnæmi má skilgreina sem viðbrögð ónæmiskerfis líkamans við sérstökum ónæmisvaka sem kemur úr fæðinu.   Lesa meira ›

GETA BAKTERÍUR Í MELTINGARVEGINUM LÆKNAÐ FÆÐUOFNÆMI?

Tíðni fæðuofnæmis hefur aukist hratt undanfarin ár.  Astmi og ofnæmiskvef hefur hingað til verið algengasta vandamálið og hrjáir nú um 30-35% fólks einhvern hluta ævinnar.  Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að fæðuofnæmi, advice sér í lagi á meðal nýfæddra barna, fari ört vaxandi eða um 50% síðan 1997.  Fæðuofnæmi hrjáir  15 miljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal 1 af hverju 13 börnum.  Breytt mataræði og breyttur lífstíll núverandi kynslóða er talið eiga hlut að máli.

Lesa meira ›