ÁHRIF NÆRINGAR Á ANDLEGA OG LÍKAMLEGA LÍÐAN

Samkvæmt rannsóknum má rekja allt að 90% sjúkdóma til ójafnvægis í meltingarvegi og örveruflóru líkamans. Í þættinum er rætt við Guðmund F. Jóhannsson lyf- og bráðalækni um áhrif mataræðis á langvinna sjúkdóma. Einnig er rætt við Bertrand Lauth barnageðlækni um áhrif mataræðis á geðheilsu barna. Þáttagerð: Birna G. Ásbjörnsdóttir. Leiðbeinandi: Ásdís Emilsdóttir Petersen.

SMELLA HÉR TIL AÐ HLUSTA

ÞARMAFLÓRAN – EINSKONAR PERSÓNUSKILRÍKI

ÞARMAFLÓRAN inniheldur upplýsingar um okkur

Þarmaflóran samanstendur af trilljónum örvera sem lifa í meltingarvegi okkar og inniheldur a.m.k. 1000 ólíkar tegundir af þekktum bakteríum. Þessar bakteríur búa yfir ríflega 3 miljónum gena sem eru 150 sinnum fleiri en okkar eigin gen. Þarmaflóran vegur um 2 kg. í meðal einstaklingi og einn þriðji þessara baktería er svipaður í okkur öllum meðan tveir þriðju eru sérsniðnir að hverjum og einum. Það má því segja að þarmaflóran okkar sé einskonar persónuskilríki (1). Lesa meira ›