FYRIRLESTRAR UM HEILDRÆNA NÆRINGU HJÁ ENDURMENNTUN HÍ

Þær Birna Ásbjörnsdóttir og Jóhanna Briem eru reglulega með fyrirlestra um heildræna næringu sem þær byggja meðal annars á rannsóknum í næringar- og læknisfræði, rx á jákvæðri sálfræði og streitu. Næsta námskeið er þann 9. nóvember 2015.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Tengsl milli andlegrar og líkamlegrar heilsu.
• Hvers vegna við borðum og hvað verður um næringuna.
• Hvernig fæða getur valdið bólgum í líkamanum og hvaða fæða getur dregið úr þeim.
• Hvernig bólgur geta valdið alvarlegum og langvinnum sjúkdómum.
• Hvernig þarmaflóran hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu.
• Hvað ræður hugsunum okkar.
• Áhrif jákvæðra og neikvæðra hugsana á líðan og heilsu.
• Skaðleg áhrif streitu.
• Gildi þess að hafa merkingu og tilgang með lífinu.
• Farið yfir þætti sem rannsóknir sýna að stuðla að andlegu og líkamlegu jafnvægi.

Lesa meira ›