NÆRINGARRÁÐGJÖF

PERSÓNULEG RÁÐGJÖF

Hægt er að fá einkatíma í næringarráðgjöf.  Oftast er um að ræða 1 tíma ásamt eftirfylgni.

Einkatímar í boði eru á Skype/FaceTime, í síma eða með tölvupóst samskiptum.

  • Í tímanum er farið yfir heilsufarssögu og mataræði.
  • Gert er skriflegt plan fyrir næstu 6-8 vikur sem byggir á breyttu mataræði og inntöku bætiefna.
  • Breytt mataræði getur þýtt að það þurfi að forðast ákveðnar fæðutegundir í ákveðinn tíma.
  • Gefin eru ráð hvernig hægt er að auka úrval og fjölbreytni í fæðuvali.
  • Bætiefni eru einnig notuð sem verkæri til viðgerða.  Inntöku bætiefna er síðan hætt eða amk dregið úr skömmtum og tegundum fækkað, eftir tiltekinn tíma.
  • Í ákveðnum tilfellum er hægt að notast við útilokunar-/fábreytt fæði. Það er gert með það að markmiði að finna út óþol og jafnvel ofnæmi. Þá er gerður listi yfir þær fæðutegundir sem má neyta, annað þarf að forðast tímabundið.  Að 10-14 dögum liðnum er farið kerfisbundið í að setja inn fæðutegundir til að finna út hvernig viðkomandi bregst við.
  • Ef þörf er á, er hægt að framkvæma próf/rannsókn á líkamsstarfsemi með því að taka lífsýni (s.s. strok úr munni, munnvatn, þvagprufu, saursýni, blóðdropa úr fingri eða hársýni).  Lífsýnin eru þá send erlendis til rannsóknar.  Þegar niðurstöður hafa borist er gert plan sem tekur mið af þeim niðurstöðum sem greiningar á líffsýnum hafa leitt í ljós.

KOSTNAÐUR – RÁÐGJÖF

Innifalið í verði er eftirfylgni með tölvupóst/símtali eða á skype, í eitt skipti.

Skype/FaceTime eða símaviðtal:  Tíminn kostar 24.900 kr. og 19.900 fyrir börn yngri en 18 ára

Allar útgáfur (símatími, Skype/Zoom eða tölvupóstur) innifela samskonar ráðgjöf.

Gera má ráð fyrir einhverjum aukakostnaði þar sem oftast eru bætiefni og önnur náttúruefni ráðlögð.

KOSTNAÐUR – LÍFSÝNI

Öll lífssýni sem send eru úr landi til greiningar þarf að greiða aukalega fyrir.  Kostanður fer eftir hvað er verið að rannsaka hverju sinni og er greitt beint til þess aðila sem sýnin eru send til.

HAFA SAMBAND

Skype: birna.asbjornsdottir

Netfang: jorth@jorth.is

Sími/FaceTime: +354 898 2804