HVER ER MUNURINN Á FÆÐUOFNÆMI OG FÆÐUÓÞOLI?

Fæðuofnæmi fer ört vaxandi, health sérstaklega á meðal barna.  Í skýrslu (1) frá The Center for Disease Control (2) er greint frá því að milli 1997 og 2007 hafi fæðuofnæmi aukist um 18% hjá börnum undir 18 ára aldri.  Þegar munurinn á fæðuofnæmi og fæðuóþoli (3) er skoðaður kemur í ljós að fæðuóþol er mun algengara og einnig erfiðara að greina.  Fæðuofnæmi má skilgreina sem viðbrögð ónæmiskerfis líkamans við sérstökum ónæmisvaka sem kemur úr fæðinu.  Sem dæmi má nefna prótein úr mjólk eða sojabaunum.  Ef einstaklingur með fæðuofnæmi neytir þessara ákveðnu ónæmisvaka/próteina, fær hann líkamleg einkenni sem er aukin framleiðsla á mótefni E (IgE) sem undir venjulegum kringumstæðum er aðallega framleitt til að ráða við snýkjudýr.  Líkaminn tekur feil og telur þessi prótein (sem eru í raun fæða) vera aðskotahlut og framkallar ofnæmisviðbrögð.  Einkennin geta verið húðkláði eða útbrot, meltingaróþægindi eða öndunarfæraóþægindi.  Alvarlegri einkenni eins og bráðaofnæmi (4) eru lífshættuleg.  Dæmi um annað ofnæmisviðbragð er glútenofnæmi (5).  Glútenofnæmi er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem líkaminn bregst við próteinhluta glútenkorna með því að ráðast á yfirborð smáþarmanna og skemma það.  Það veldur þvi að viðkomandi nær ekki að frásoga næringarefnin úr fæðinu sem leiðir til vannæringar og annarra alvarlegra vandamála.

Fæðuóþol er mun stærra hugtak sem innifelur öll „óþolseinkenni“ með eða án inngripa frá ónæmiskerfi líkamans.  Sem dæmi má nefna að einstaklingur getur fengið óþolseinkenni eftir neyslu á áveðnm fæðutegundum sem innihalda histamín, auka histamínframleiðslu eða hefta niðurbrot á histamíni.  Óþolseinkennin koma því út frá histamíninu, sem er af völdum fæðunnar, og er því ekki ofnæmisviðbragð sem slíkt.  Við eigum auðveldlega að ráða við  aukið histamín magn af völdum fæðunnar með því að eyða því jafnóðum.  Við framleiðum ákveðin ensím (DAO/HNMT) í meltingarveginum sem brjóta niður histamín sem kemur í veg fyrir að það komist út í blóðrásina (6).  Sumir framleiða hins vegar ekki nóg af þessu ensími og þar með kemst histamín út í blóðrásina eins og líkaminn hefði framleitt það sjálfur og veldur þannig óþægindum.  Þessi óþægindi geta verið húðkláði, húðútbrot, óþægindi í meltingarvegi, höfuðverkur, mígreni, húðroði, nefrennsli, astmi, verkir í vöðvum og beinum, skyndilegt blóðþrýstingsfall og margt fleira.

Laktósaóþol (7) er annað dæmi um fæðuóþol, en þá skortir laktasa ensím (8) í meltingarveginn sem hefur það hlutverk að brjóta niður mjólkursykurinn (9) sem er í mjólk.

Ástæðan fyrir þessari aukningu er meðal annars talin vera of mikið hreinlæti á mörgum sviðum miðað við forfeður okkar (10).  Aukning á notkun hreinlætisvara og lyfja hefur sett sitt mark með því að letja ónæmiskerfið.  Mataræði, sem hefur einnig breyst í gegnum tíðina, hefur mikið að segja þegar kemur að því að viðhalda heilbrigðu ónæmiskerfi.  Sem dæmi má nefna að börn sem fá brjóstamjólk eru síður líklegri til að fá ofnæmi en börn sem fá þurrmjólk (11) .  Eins hafa verið gerðar margar rannsóknir á þarmaflórunni sem benda margar hverjar til þess að ákveðnar bakteríur styrja ónæmiskerfið meðan aðrar letja það (12).  Fæðið sem við veljum okkur ræður miklu um hvaða bakteríur við erum að rækta í þörmunum okkar (13).  Viljum við hafa þær með okkur í liði eða viljum við að þær séu í óvinaliðinu?    Þetta þarf allt að skoða þegar ofnæmi og óþol eru greind og meðhöndluð og æskilegt að horfa á þetta í samhengi.

Maintz L et al. Dtsch Artzebl 2006;103:A3477-83.

Einkenni sem geta stafað af uppsönuðu histamíni í líkama

Manitz et al. Histamine and histamine intolerance. Am J Clin Nutr 2007;85:1185-1196

Yfirlistsmynd yfir niðurbrot á histamíni í meltingarveginum með DAO og HNMT ensímum

Screenshot 2015-05-17 18.09.10

Samantekt yfir þær fæðutegundir sem hafa slæm áhrif á þarmaflóru

Copyright @ Jörth 2008-2017