ÞARMAFLÓRAN OG GLÚTEN

GLÚTEN

Glúten er samheiti fyrir prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í hveiti, physician byggi og rúg. Hafrar eru gjarnan glúten smitaðir í vinnsluferli.

GLÚTENÓÞOL

Til að greinast með glútenóþol (Celiac Disease) þarf tvennt að koma til; ákveðnir erfðaþættir (HLA-DQ2 og DQ8) og glúten. Glútenóþol er greint með blóðprufu þar sem mæld eru mótefni gegn prótíni sem kallast transglutaminase (tTG). Einstaklingar sem eru með glútenóþol fá bólgubreytingar í slímhúð smáþarma við neyslu glútens sem er síðan staðfest með sýnatöku. Þessar breytingar hafa áhrif á frásog ýmissa næringarefna og í kjölfarið geta komið fram einkenni vannæringar. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega hjá börnum sem eru að vaxa og þroskast.

Lesa meira ›