ÞARMAFLÓRAN – RÉTTIR MJÓLKURSÝRUGERLAR SKIPTA MÁLI!

ÞARMAFLÓRAN

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þarmaflóran staðsett í meltingarvegi/þörmum. Við erum með bakteríur og aðrar örverur sem lifa í munnholi og síðan fjölgar þeim því neðar sem við förum og eru þær flestar í ristlinum. Meltingarvegurinn er sá hluti líkamans sem kemst í snertingu við ytra umhverfi eins og húðin og lungun. Þarmaflóran verður því fyrir áhrifum frá umhverfinu (1).  Þrátt fyrir að hvert og eitt okkar sé með sína einstöku flóru þá þjónar hún sama tilgangi hjá okkur öllum. Þarmaflóran hefur bein áhrif á heilsufar okkar, capsule andlega og líkamlega. Bakteríurnar hjálpa okkur að brjóta niður fæðið og melta það ásamt því að framleiða ákveðin vitamín og önnur efni sem eru okkur nauðsynleg. Heilbrigð þarmaflóra er forsenda heilbrigðrar starfssemi meltingarfæranna (2).

DYSBIOSIS – röskun á þarmaflórunni

Flóran getur raskast eða skaðast (dysbiosis). Einkenni koma þá oftast fram sem óþægindi út frá meltingarvegi s.s. uppþemba, loftmyndun, hægðatregða eða lausar hægðir. Ástæður geta verið margar, t.d. slæmt mataræði (3). Notkun ákveðinna lyfja, og þá helst sýklalyfja, getur raskað jafnvægi þarmaflóru en einnig haft slæm áhrif á þarmaveggina (4). Heilbrigði þarmaveggja er mikilvægt þar sem þeir stýra því hvað fer frá meltingarvegi út í líkamann. Ef þarmaveggir eru ekki nógu heilbrigðir hleypa þeir meira af bólgumyndandi efnum (t.d. liposaccharides frá bakteríum) í gegn sem getur valdið margþættum vandamálum og leitt til sjúkdóma (5).  Flestir upplifa óþægindi út frá meltingarvegi einhverntíman á lífsleiðinni. Það veltur á einkennum og hversu oft þau koma hversu mikil áhrif þau hafa á lífsgæði. Uppþemba, brjóstsviði, harðlífi, niðurgangur, ristilkrampar og iðraólga (IBS) eru dæmi (6).

IÐRAÓLGA – helstu einkenni

Einkenni iðraólgu (IBS) eru fjölmörg en flestir upplifa eymsli í meltingarvegi sem getur komið fram sem krampi, uppþemba, vindgangur eða óreglulegar hægðir (niðurgangur og/eða harðlífi) (6). Önnur einkenni geta komið fram sem brjóstsviði, verkur fyrir brjósti, loftmyndun og jafnvel seddutilfinning í upphafi máltíðar.  Við greiningu á IBS er notast við skala (Rome I, II, III eða Manning) en ekki hefur fundist líffræðileg/vefræn ástæða fyrir IBS og því ekki auðvelt að meðhöndla þennan kvilla (7,8). Rannsóknir sýna að mjólkursýrugerlar geta gert verulegt gagn í tilfellum IBS en einnig þegar kemur að óþægindum útfrá meltingarvegi almennt (9,10,11,12,13,14).

MJÓLKURSÝRUGERLAR – hvaða gerlar virka?

Margar rannsóknir benda til þess að mjólkursýrugerlar (probiotics) geti styrkt og hlúð að þarmaflórunni, sér í lagi eftir inntöku sýklalyfja (15,16,17). Einnig geta mjólkursýrugerlar dregið úr líkum á sýkingum þar sem þeir hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið (18,19). Rannsóknir hafa sýnt jákvæðar niðurstöður á gagnsemi Lactobacillus plantarum 299v (LP299v) til meðhöndlunar á iðraólgu (IBS) (9,10,11). Í samanburði við aðra gerla, dregur Lactobacillu splantarum 299v bæði meira úr tíðni og einkennum iðraólgu (IBS) og í mörgum tilfellum, leiðir frekar til bata (20).

Samkvæmt rannsóknum eru einkennandi áhrif Lactobacillus plantarum 299v í meltingarveginum margþætt;
• Dregur úr einkennum og tíðni á iðraólgu (IBS)
• Heldur óvinveittum bakteríum í skefjum
– með því að draga úr viðloðun bakteríanna sjálfra
– með því að framleiða slím/mucin sem kemur í veg fyrir að bakteríurnar nái að búa um sig í þörmum
• Kemur í veg fyrir fjölgun sýkla/sjúkdómsvaldi (pathogen)
• Eykur hlutfall lactobacilli í þörmunum

MJÓLKURSÝRUGERILLINN Lactobacillus plantarum 299v (LP299v) gegn iðraólgu

Lactobacillus plantarum 299v er ein tegund af Lactobacillus gerlunum og hefur bein áhrif á meltingarveg mannsins og er öruggur til inntöku fyrir viðkvæma hópa fólks (21,22) og því ekkert sem mælir gegn því að þeir sem eru með skerta ónæmisstarfssemi (23,24) noti LP299v.

ÞARMAFLÓRAN skiptir máli

Þarmaflóran spilar lykilhlutverk í lífi okkar og hefur mjög mikið að segja um heilsufar okkar, bæði andlegt og líkamlegt. Inntaka á mjólkursýrugerlum (probiotics) hefur jákvæð áhrif á þarmaflóruna. Lactobacillus plantarum 299v hefur sérstaklega verið rannsakaður í tenglsum við iðraólgu (IBS) með jákvæðum niðurstöðum. LP 299v hefur sýnt breiðari verkun en aðrir mjólkursýrugerlar.  Til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru er mikilvægt að neyta hollrar fæðu ásamt því að taka reglulega inn mjólkursýrugerla. Þannig má draga verulega úr líkum á óþægindum út frá meltingarvegi og jafnvel fyrirbyggja sjúkdóma.

Copyright @ Jörth 2008-2017