ÞARMAFLÓRAN – SÝKLALYF EÐA GÓÐIR GERLAR?

Sýkingar og smitsjúkdómar eru ört vaxandi vandamál sem varðar okkur öll.  Sýklalyf eru gjarnan notuð til að vinna bug á sýkingum.  Sýklalyfjaónæmi fer ört vaxandi og er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál samtímans.  Embætti forseta Bandaríkjanna hefur gripið til aðgerða og fyrr á þessu ári kom út skýrsla sem fjallar um alþjóðlega aðgerðaáætlun til að bregðast við ástandinu (1).

SÝKINGAR og smitsjúkdómar

Um heim allan látast miljónir manna á hverju ári af völdum sýkinga og smitsjúkdóma.  Börn fá að meðaltali sex til átta vírussýkingar í öndunarfæri árlega (sales P02966/“ target=“_blank“>2).  Sýkingar í öndunarfærum eru ein algengasta ástæða fyrir heimsókn til læknis og um 75% af notkun sýklalyfja er vegna öndunarfærasýkinga (3, 4).  Niðurgangur af völdum garna- og iðrasýkinga er næst algengasta dánarorsök barna undir fimm ára aldri og dregur um 760,000 börn árlega til dauða (5).

MEÐHÖNDLUN sýkinga og smitsjúkdóma

Oft á tíðum ræður líkaminn við sýkingu eða smitsjúkdóm með sínum náttúrulegu vörnum.  Ef þessar varnir þ.e. ónæmiskerfið, ráða ekki við vandamálið, þarf að meðhöndla viðkomandi með lyfjum.  Sýklalyf eru algengust í þessu samhengi.

SPÍTALASÝKINGAR eru alvarlegt vandamál

Spítalasýkingar eru vaxandi vandamál sem ógna ekki bara öryggi sjúklinga heldur einnig öryggi starfsfólks heilbrigðisstofnana (6).   Hundruð milljóna sjúklinga fá spítalasýkingar árlega sem leiða til aukinnar dánartíðni og stórfellds efnahagstjóns um heim allan.  Af hverjum 100 innlögðum sjúklingum, fá sjö a.m.k. eina tegund spítalasýkinga (7).

SÝKLALYFJAÓNÆMI er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál samtímans

Ofnotkun sýklalyfja hefur leitt til aukinnar tíðni spítalasýkinga ásamt sýklalyfjaónæmum bakteríum.  Fjölónæmar bakteríur hafa auk þess skotið upp kollinum og eiga sök á aukinni sjúkóma- og dánartíðni.  Árlega látast um 50,000 manns í Evrópu og Bandaríkjunum af völdum sýklalyfjaónæmis.  Gert er ráð fyrir að árið 2050 verði þessi tala komin upp í um 10 milljónir árlega (8) verði ekki gripið til aðgerða.  Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur nú fyrirskipað að ofnotkun sýklalyfja verði tekin föstum tökum (9,10).

SÝKLALYF eða góðir gerlar (probiotics)?

Samkvæmt rannsóknum ræður líkaminn við flestar sýkingar í efri hluta öndunarvegar (upper respiratory tract infections) og því ekki þörf á að notast við sýklalyf (11).  Í vandaðri rannsókn (Cochrane Systematic Reveiw) var sýklalyfjanotkun rannsökuð í tengslum við slíkar sýkingar (12).  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að notkun sýklalyfja ætti að vera val frekar en ófrávíkjanleg regla, a.m.k. þegar ekki er um bráðatilfelli að ræða.  Samskonar rannsóknir (Systematic Reviews), sem skoða fæði (prebiotics) og góða gerla (probiotics) sýna að hægt er að leiðrétta óhagstæða þarmaflóru t.d. eftir notkun sýklalyfja (13).  Rannsóknir sýna fram á fyrirbyggjandi áhrif góðra gerla gegn sýkingum í efri hluta öndunarvegar (14).  Draga má úr líkum á sýkingum og drepi eftir uppskurð og einnig sýna fjölmargar rannsóknir fram á fyrirbyggjandi áhrif góðra gerla gegn sýkingum og drepi í þörmum fyrirbura (15,16).

ÓNÆMISKERFI líkamans er að mestum hluta í meltingarveginum

Meltingarvegurinn býr yfir margþættu varnakerfi sem ver okkur gegn sýkingum.  Þar spilar þarmaflóran stórt hlutverk.  Ef jafnvægi þarmaflóru raskast getur það leitt til sjúkdóma.   Röskun á þessari mikilvægu örveruflóru meltingarfæranna getur einnig haft aðrar afleiðingar.  Tilfærsla sýkla getur átt sér stað sem síðan getur leitt af sér sýkingar í öðrum líkamshlutum eins og öndunarfærum (ásamt kinn- og ennisholum), húð og kynfærum.

SKYNSAMLEGAST að koma í veg fyrir sýkingar

Besta leiðin til að styrkja ónæmiskerfið er að byggja upp sterka og öfluga þarmaflóru með réttu fæði (prebiotics) og inntöku á góðum gerlum (probiotics).  Fjöldi rannsókna sýna fram á að hægt er að draga úr líkum á eða koma í veg fyrir sýkingar ásamt því að draga úr aukaverkunum lyfja, sér í lagi sýklalyfja, með inntöku á góðum gerlum.  Sem dæmi má nefna Lactobacillus rhamnosu GG, Lactobacillus casei og Saccharomyces bulardii (17).  Hollt mataræði ásamt reglulegri inntöku á góðum gerlum er góð forvörn gegn sýkingum og smitsjúkómum.

Copyright @ Jörth 2008-2017