Um Jörth

HER ER JÖRTH

Jörth er staður þar sem þú getur fundið áreiðanlegar upplýsingar til að fræðast.  Allur fróðleikur á heimasíðu Jarthar byggir á gagnreyndum læknisfræðilegum rannsóknum.  Efnið á síðunni er ætlað til fróðleiks og þekkingarauka fyrir þá sem vilja taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu.

UM JÖRTH

Jörth var stofnuð árið 2008 af Birnu G. Ásbjönsdóttiur.  Birna er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið áföngum  í gagnnreyndum heilbrigðisfræðum við Oxfordháskóla.  Birna starfar sem ráðgjafi og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið hérlendis og erlendis.

FRÁ JÖRTH

Langar þig að fræðast um heilsu, medicine mataræði og hvernig þú getur bætt líðan þína og jafnvel komið í veg fyrir sjúkdóma?

Í dag skortir ekki upplýsingar.  Það er nauðsynlegt að geta gengið að efni sem byggir á gangreyndum rannsóknum og viðurkenndum heimildum.

Heimildir á heimasíðu Jarthar eru aðallega slembaðar samanburðarannsóknir (Randomised Controlled Trials)  og kerfisbundin yfirlit rannsókna (Systematic Review).

TIL JARTHAR

Ég trúi á lækningarmátt líkamans og mikilvægi áræðanlegra upplýsinga.  Ég veit að við getum byggt okkur upp með réttum aðferðum eins og við getum skaðað heilsu okkar með röngum lifnaðarháttum.

Ég stofnaði Jörth til þess að miðla þekkingu.   Menntun er máttur og ef við vitum hvað við þurfum til að hlúa að heilsu okkar þá getum við betur aukið lífsgæði okkar og jafnvel komið í veg fyrir sjúkdóma.

Jörth er staður þar sem þú getur fundið áreiðanlegar upplýsingar til að fræðast.  Allur fróðleikur á heimasíðu Jarthar byggir á gagnreyndum læknisfræðilegum rannsóknum.

                                                                                                                         

Birna G. Ásbjörnsdóttir